Ég varð svolítið svekkt um daginn þegar ég heyrði að það væri búið að selja gamla prestshúsið. Mig hefur langað í þetta hús í mörg ár og var næstum því búin að sannfæra manninn minn um að fara að skoða og kaupa það.
(Myndin er fengin að láni frá Helga Garðars)
Ég geri mér alveg grein fyrir í hvaða ástandi húsið er, þetta er gamalt hús sem ekkert hefur verið gert fyrir í mörg ár. Hriplekur og allar lagnir handónýtar. En það er það sem heillar mest, eins hversu stórt og virðulegt það er. Ég var búin að sjá fyrir mér hvernig húsið myndi líta út eftir viðgerðirnar. Mig langaði til að gera það upp í upprunalegri mynd og allt. Hafa einungis eina stóra íbúð í húsinu og þar sem það er svo hátt til lofts sá ég fyrir mér stóra kverkalista í loftinu og rósettur og dúllerí. En ég var ekki nógu fljót að sannfæra kallinn og stökkva til. Ég reyni bara að sætta mig við það að húsið er nú í eigu aðila sem mun að öllum líkindum skemma það með því að innrétta það sem vinnubúðir fyrir útlenda smiði. Reyni að réttlæta þennan silahátt í mér með því að þetta hefði verið of dýrt dæmi fyrir okkur og við hefðum aldrei haft efni á þessu. En ég er samt svekkt...hundsvekkt.
(Myndin er fengin að láni frá Helga Garðars)
Ég geri mér alveg grein fyrir í hvaða ástandi húsið er, þetta er gamalt hús sem ekkert hefur verið gert fyrir í mörg ár. Hriplekur og allar lagnir handónýtar. En það er það sem heillar mest, eins hversu stórt og virðulegt það er. Ég var búin að sjá fyrir mér hvernig húsið myndi líta út eftir viðgerðirnar. Mig langaði til að gera það upp í upprunalegri mynd og allt. Hafa einungis eina stóra íbúð í húsinu og þar sem það er svo hátt til lofts sá ég fyrir mér stóra kverkalista í loftinu og rósettur og dúllerí. En ég var ekki nógu fljót að sannfæra kallinn og stökkva til. Ég reyni bara að sætta mig við það að húsið er nú í eigu aðila sem mun að öllum líkindum skemma það með því að innrétta það sem vinnubúðir fyrir útlenda smiði. Reyni að réttlæta þennan silahátt í mér með því að þetta hefði verið of dýrt dæmi fyrir okkur og við hefðum aldrei haft efni á þessu. En ég er samt svekkt...hundsvekkt.
<< Home