Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, júní 10, 2004

Það gerðist svolítið sniðugt áðan. Það kemur ekki oft fyrir þegar maður er orðinn svona gamall og ráðsettur eins og við hjónakornin erum að það komi einhver og hringi dyrabjöllunni eftir kvöldmat. Enda í hvert skiptið sem einhver villist að dyrunum okkar kippast allir í fjölskyldunni við og forvitnin ætlar allt um koll að keyra og ekki er óalgengt að meirihlutinn komi til dyra. Áðan var allavega dinglað hjá okkur og ég fór til dyra og þar stóðu nokkrar sætar unglingsstúlkur, rjóðar í kinnum og með glampa í augunum. "Hæ, við erum að skrá niður þátttöku í kvennahlaupið?"
Ég hélt nú að það hefði ekki farið fram hjá einum einasta manni í bænum að ég er farin að verða eins og "Þ" í laginu og skakklappast varla áfram í þokkabót. Ég leit á bumbuna mína og svaraði:"Jahá, ég lít alveg út fyrir að geta hlaupið þessa dagana..." Þær hlógu bara og þökkuðu fyrir sig um leið og þær gengu í burtu.