Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég hef ákveðið að auglýsa börnin mín aðeins með því að setja linka á þær hér við hliðina. En þar sem blessaða myndavélin sem ég hef fest kaup á er ekki alveg að skila sér á réttum tíma verð ég að stóla á aðra til að senda mér myndir af þeim sem ég get síðan sett á síðurnar hjá þeim. Þetta setur mig í smá hormónaójafnvægi þar sem allar myndir af þeim eru pikkfastar í tölvunni hjá afa og þolinmæði hefur aldrei verið mín sterka hlið. Einnig fer það pínu í taugarnar á mér að enginn vill aðstoða mig við að skreyta síðurnar þeirra nema ég borgi fyrir það! Það er fullt af hjálparsíðum inn á barnalandi svosum en það er ekki fyrir tæknifatlað fólk að skilja hvað um er verið að tala á þeim síðum. Þannig að ég verð að nota æðruleysisbænina nokkuð kröftulega í dag þar sem ekkert virðist ætla vera eins og ég vil hafa það. Ég vil ekki vera í fýlu því það er æðislega gott veður og grindin er bara með skásta móti í dag þannig að ég er farin út.