Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, júní 06, 2004

Þar sem ég hef ekkert að gera næstu vikurnar og hef ekkert haft að gera undanfarnar vikur hef ég ákveðið að stofna heimasíður fyrir börnin mín. En þar sem ég var bara að taka þessa ákvörðun rétt áðan eru þær ekki tilbúnar fyrir almúgann eins og er. Ég þarf líka að verða mér úti um myndir og bakgrunn og slíkt pjattdót...svo kann ég ekki almennilega á þetta dót því ég er pínu tækniheft. En þegar að því kemur mun ég láta vita.
En fyrst ég hef nú haft á orði að ég hafi ekkert haft að gera eða sé ekki fram á að hafa neitt að gera finnst mér ég hafa leyfi til að röfla aðeins yfir því fyrst ég er að blogga hvort eð er. Ég má ekki ryksuga eða skúra eða lyfta neinu eða príla neitt og þess vegna langar mig alveg óstjórnlega til að fara að taka til hendinni í þessu blessaða húsi mínu. Þar sem ég sé ekki fram á neinar stórframkvæmdir á næstunni fékk ég þá flugu í kollinn að lappa pínu upp á hreysið svona til að auðvelda mér biðina eftir milljónunum sem Guð ætlar að gefa mér til að byggja húsið almennilega upp seinna meir. Ef ég mála yfir sprungurnar í veggjunum þá hætti ég að sjá þær og ef ég pússa bara yfir hæðirnar í gólfunum þá get ég gengið á jafnsléttu heima hjá mér. Semsagt ef ég lappa bara upp á pleisið með málningu og spartli auk þess að pússa pínu til þá ætti það að duga þar til við getum farið að gera almennilega við húsið og gert það að kastalanum sem mér hæfir að búa í. En það kostar aðeins meiri pening en við eigum akkúrat núna og það er svona samningur í gangi sem ég er viss um að Guð hafi gert við mig. "Hulda mín, sýndu þolinmæði og æðruleysi í x langann tíma og ég mun verðlauna þér með hamingju, góðri heilsu og miklum auðæfum þegar fram líða stundir. Þinn tími mun koma ef þú aðeins sýnir mér auðmýkt." Ég þori allavega að veðja að það var hann sem sagði það við mig. Og ég svaraði bara;"Ókey, en ekki láta mig þá bíða jafn lengi og aumingja Jóhönnu." Hann blikkaði mig og smellti í góm þannig að ég er að sætta mig við það sem ég hef í dag; hormónaköst yfir öllu mögulegu sem lítilli hamingju fylgir, góðri heilsu fyrir utan geðheilsu og hreyfigetu og nógan pening til að ná endum saman og ekki krónu meir en það. En hey, ég er þó að vinna í því sem mér ber samkvæmt þessum samning. Hversu lengi hefur Jóhanna beðið?