Ó, hve ljúft það væri ef dagurinn færi á þessa leið...
Ég vakna við vekjaraklukkuna rétt fyrir sjö og finn að ég er úthvíld, laumast niður í eldhús og helli upp á kaffi og bý til hafragraut. Meðan grauturinn kólnar á fjórum skálum fer ég aftur upp, klæði mig og ræsi heimilisfólkið blíðlega. Þegar þau tínast niður nýti ég tækifærið og bý um rúmin, dreg gluggatjöldin frá og opna gluggana. Meðan þau borða í rólegheitunum smyr ég nesti handa tvíburunum til að hafa með í skólann og laumast í einn kaffibolla. Meðan allir klæða sig geng ég frá skálum og skeiðum í uppþvottavélina og þurrka af borðum. Það er kominn tími til að fara að taka sig til við að fara í skólann og ég greiði hárið á stelpunum og aðstoða við að koma skólatöskum á bakið. Ég kyssi alla bless, nema Sesselju því við erum ekki að fara í skólann. Við erum á leiðinni á leikskólann og ég athuga hvort eitthvað vanti í leikskólatöskuna og aðstoða hana við að klæða sig í útifötin. Þar sem klukkan er nú bara rúmlega átta og við eigum ekki að mæta fyrr en klukkan tíu þá förum við gangandi í góða veðrinu og tökum alla útúrdúra á leiðinni því okkur liggur ekkert á.
Eftir vinnudaginn kem ég heim og fer í garðinn minn að taka aðeins til fyrir sumarið, raka saman þessum þrálátu laufum og tíni upp draslið sem fokið hefur inn í garðinn. Eftir það er hann tilbúinn til sláttu en ég læt ekki þar við sitja heldur fer í beðin líka og reyti arfa og plássfrekt gras þannig að blómin mín geti nú notið sín í sumar. Nú er klukkan orðin það margt að ég þarf að fara inn til að taka til kvöldmatinn en Sesselja vill vera lengur úti þannig að hún fer í sandkassann sinn. Ég þvæ mér um hendurnar og set kartöflur í pott og helli upp á kaffi, þar sem ég hef smá tíma þar til að kartöflurnar og kaffið verður tilbúið fer ég niður í þvottahús til að skella í eina vél. Þar tek ég eftir að það þarf að skúra gólfið því hjólin hafa sporað allann ganginn út og næ í moppuna. Eftir að hafa lokið mér af í kjallaranum í bili kem ég upp og fæ mér einn kaffibolla, lækka undir kartöflunum og tek til grænmetið sem ég ætla að nota í salatið.
Eftir kvöldmatinn tek ég af borðum og set í uppþvottavélina, þurrka af borðum og kveiki á kerti. Sest að lokum á stól með kaffibollann og fer yfir námsefni tvíburanna með þeim í rólegheitum og eftir að þær hafa útskýrt þetta allt fyrir mér og allt er komið í orden í töskunum fyrir næsta dag er kominn tími til að tannbursta krakkaskarann. Þá fara börnin að tínast í rúmin sín og ég fer niður að taka úr vélinni og hengi upp og í leiðinni fer ég í kistuna að ná mér í mat fyrir næsta dag. Fer með það upp í eldhús til að setja það í vaskinn til að afþýðast í stofuhitanum og geng frá úr uppþvottavélinni og slekk á kertinu. Dagurinn er að kveldi komin og ég er farin að finna fyrir þreytu og fer í sturtu og tannbursta mig, hátta mig og skríð upp í rúmið mitt og slekk ljósin.
Yeah, right! Ég má þakka fyrir að hafa afgangsorku til að komast úr rúminu í ísskápinn til að ná mér í eitthvað að éta.
Ég vakna við vekjaraklukkuna rétt fyrir sjö og finn að ég er úthvíld, laumast niður í eldhús og helli upp á kaffi og bý til hafragraut. Meðan grauturinn kólnar á fjórum skálum fer ég aftur upp, klæði mig og ræsi heimilisfólkið blíðlega. Þegar þau tínast niður nýti ég tækifærið og bý um rúmin, dreg gluggatjöldin frá og opna gluggana. Meðan þau borða í rólegheitunum smyr ég nesti handa tvíburunum til að hafa með í skólann og laumast í einn kaffibolla. Meðan allir klæða sig geng ég frá skálum og skeiðum í uppþvottavélina og þurrka af borðum. Það er kominn tími til að fara að taka sig til við að fara í skólann og ég greiði hárið á stelpunum og aðstoða við að koma skólatöskum á bakið. Ég kyssi alla bless, nema Sesselju því við erum ekki að fara í skólann. Við erum á leiðinni á leikskólann og ég athuga hvort eitthvað vanti í leikskólatöskuna og aðstoða hana við að klæða sig í útifötin. Þar sem klukkan er nú bara rúmlega átta og við eigum ekki að mæta fyrr en klukkan tíu þá förum við gangandi í góða veðrinu og tökum alla útúrdúra á leiðinni því okkur liggur ekkert á.
Eftir vinnudaginn kem ég heim og fer í garðinn minn að taka aðeins til fyrir sumarið, raka saman þessum þrálátu laufum og tíni upp draslið sem fokið hefur inn í garðinn. Eftir það er hann tilbúinn til sláttu en ég læt ekki þar við sitja heldur fer í beðin líka og reyti arfa og plássfrekt gras þannig að blómin mín geti nú notið sín í sumar. Nú er klukkan orðin það margt að ég þarf að fara inn til að taka til kvöldmatinn en Sesselja vill vera lengur úti þannig að hún fer í sandkassann sinn. Ég þvæ mér um hendurnar og set kartöflur í pott og helli upp á kaffi, þar sem ég hef smá tíma þar til að kartöflurnar og kaffið verður tilbúið fer ég niður í þvottahús til að skella í eina vél. Þar tek ég eftir að það þarf að skúra gólfið því hjólin hafa sporað allann ganginn út og næ í moppuna. Eftir að hafa lokið mér af í kjallaranum í bili kem ég upp og fæ mér einn kaffibolla, lækka undir kartöflunum og tek til grænmetið sem ég ætla að nota í salatið.
Eftir kvöldmatinn tek ég af borðum og set í uppþvottavélina, þurrka af borðum og kveiki á kerti. Sest að lokum á stól með kaffibollann og fer yfir námsefni tvíburanna með þeim í rólegheitum og eftir að þær hafa útskýrt þetta allt fyrir mér og allt er komið í orden í töskunum fyrir næsta dag er kominn tími til að tannbursta krakkaskarann. Þá fara börnin að tínast í rúmin sín og ég fer niður að taka úr vélinni og hengi upp og í leiðinni fer ég í kistuna að ná mér í mat fyrir næsta dag. Fer með það upp í eldhús til að setja það í vaskinn til að afþýðast í stofuhitanum og geng frá úr uppþvottavélinni og slekk á kertinu. Dagurinn er að kveldi komin og ég er farin að finna fyrir þreytu og fer í sturtu og tannbursta mig, hátta mig og skríð upp í rúmið mitt og slekk ljósin.
Yeah, right! Ég má þakka fyrir að hafa afgangsorku til að komast úr rúminu í ísskápinn til að ná mér í eitthvað að éta.
<< Home