Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 17, 2004

Ég hef komist að því að það er stórhættulegt að fá ruslpóstinn heim þegar maður hefur ekkert að gera og hangir bara heima hjá sér og borar í nefið. Byko er svakalega duglegt fyrirtæki og stendur sig vel í að senda manni freistandi gylliboð um pallaefni, grindverk og blómakör. Reyndar féll ég fyrir því um daginn og dreif mig inn á Reyðarfjörð og eyddi síðustu krónunum í forláta blómakar og fúavörn. Núna stendur það úti á stétt og er hálffúavarið og tómt. Ég á ekki einu sinni fyrir mold í það, hvað þá einhverjar plöntur.
En ég hafði eitthvað fyrir stafni þann daginn þó, keyrði í 10 mínútur hvora leið og skoðaði mig um í versluninni í allavega 40 mínútur, sem af einhverjum óútskýranlegum ástæðum ég naut mikils. Furðulegt að byggingavörur og verkfæri höfða svona til mín.