Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, maí 30, 2004

Ég hef alltaf talið sjálfa mig vera manneskju sem kemur til dyranna eins og ég er klædd. Þetta er að vísu bara orðatiltæki en ég hef aldrei séð tilganginn í að skella mér í einhver spariföt þegar ég á von á heimsókn. Hvort sem um er að ræða orðaleik eða ekki. En í kvöld hefði svo sannarlega hlaupið á snærið hjá þeim sem telja ófrískar og fáklæddar konur sexí ef þeir hefðu komið í heimsókn eða jafnvel bara verið að bera út einhvern ruslpóstinn. Því ég sá mér ástæðu til að skreppa aðeins út og áttaði mig ekki fyrr en ég stóð á stéttinni og fann fyrir köldum andvara upp undir handklæðið þar sem það náði rétt svo utan um uppblásinn kviðinn. Ég var fljót að hoppa til baka inn í húsið aftur. Ég skammaðist mín í smástund en var fljót að jafna mig á því þar sem enginn sá til mín...held ég. En ég er ekki frá því að ég hafi staðið í nokkrar sekúndur eldrauð í framan og andstutt yfir þessari yfirsjón minni. Fyrr má nú vera heimakær og sátt við lífið svona nýkomin úr baði.