Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 24, 2004

Dæmi um hversu mikið manni getur leiðst þegar maður er skikkaður til að hanga heima hjá sér og gera ekki neitt.
1. Það vekur gífurlega eftirvæntingar þegar pósturinn dettur inn um lúguna.
2. Það vaknar virkilegur áhugi á því hvað gerist næst í hinum ýmsu sápuóperum og maður jafnvel bíður eftir þeim.
3. Maður er farinn að hringja í bankann og pósthúsið bara til að spjalla.
4. Að sitja úti á palli í góða veðrinu hefur alls engin góð áhrif á geðheilsuna því maður tekur eftir öllu sem þyrfti að gera en getur ekki gert sjálfur.
5. Maður stendur sjálfan sig að því að útbúa sér einhverjar kræsingar jafnvel þó maður sé ekkert svangur bara til að brjóta upp daginn.
6. Hjartað tekur nokkur aukaslög þegar síminn hringir og maður hlakkar til að svara.
7. Maður er farinn að taka viðtal við sjálfan sig í ímynduðum spjallþætti þar sem maður sjálfur er í öllum hlutverkum.
8. Maður vonar í hvert sinn sem bíll keyrir fram hjá húsinu að einhver sé á leiðinni í heimsókn.
9. Maður skipuleggur heilan helling sem maður ætlar að gera þegar börnin koma heim og er gráti næst þegar börnin vilja frekar fara út að leika sér.
10. Þegar hápunktur dagsins er að finna horköggul á stærð við hnetu vel staðsettan hálfa leið upp í heila.