Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, maí 10, 2004

Þar sem ég er nú orðin heimaliggjandi húsmóðir hef ég ákveðið að sökkva mér í lestur góðra bóka. Ekki hef ég aðeins ákveðið það heldur er ég í raun byrjuð og fyrsta lesning er ekki af lakari kantinum, sem ég hef ákveðið að nafngreina ekki til að skemma ekki væntingar tilvonandi lesenda. Maðurinn minn varð svo upprifinn af þessu riti að hann stökk eitt kvöldið og náði í eintak handa mér af bókasafninu. Þessi bók er að vísu tiltæk hér á heimilinu en hún er á ensku og ég hef ekki nennu til að lesa og þýða í einu. Því byrjaði ég lesturinn hitt kvöldið á hinni íslensku þýðingu og verð að segja að ég er hætt að geta rifið mig upp úr bókinni. Söguþráðurinn er spennandi og úthugsaður og maður er límdur niður meðan maður hugsar sig um, allt til að halda í við efnisviðinn. En það er eitt með flest allar spennubækur sem ég hef lesið því það þarf alltaf að koma upp einhverri kynferðislegri eða rómantískri spennu milli aðalsögupersónanna. Og það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér að þurfa að lesa um hvernig tilfinning ástríðna blossar upp í miðri skotárás eða í miðjum flótta verði karlhetjan uppfull af einhverri bölvaðri verndartilfinningu gagnvart kvenhetjunni þegar það er kannski hún sem hefur á 130 bls sýnt framúrskarandi færni í að redda sér sjálf. Og þar með var áhugi minn dauður og það áður en nokkur maður sem skipti söguna máli dó í skotbardaga eða í æðisgenginni flóttatilraun.