Sú var tíðin að ég beið eftir föstudögunum. Nú hafa þessir dagar aðeins þá merkingu að ég get eytt meiri tíma með börnunum mínum. Við erum búin að taka út hjólin og höfum leyft þeim aðeins að spreyta sig á þeim. Tvíburarnir eru duglegar að hjóla og víla ekki fyrir sér að hjóla bæinn endilangan. Sem mætti teljast stórafrek þegar tekið er tillit til að þær varla nenna að ganga í skólann sem er næstum því í næsta húsi. Þær báðu um að hjálparadekkin væru tekin af því þær eru orðnar, að eigin mati, allt of stórar fyrir svoleiðis barnadót. Það þurfti talsvert að sannfæra mig um að þær höndluðu það en ég gaf eftir að lokum og þær gerðu sér lítið fyrir og hjóluðu eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað. Svo heyrði ég það utan af mér að þær væru glannar á hjólunum og færu ekki eftir umferðareglunum. Það þýddi að ég röflaði lengi um að ef þær færu ekki eftir þeim yrðu hjólin tekin, ég held að þeim finnist ég ekkert skemmtileg. En allavega er að koma enn ein helgin, sú fyrsta á þessu sumri, og ég er að gæla við þá hugmynd að fara í sund upp á Egilsstöðum á morgun. Þar er útisundlaug og rennibraut og ég held að það verði bara gaman. Ég var með svokallað broskallakerfi á þeim og verðlaunin voru sund og sjoppa á laugardögum og ég sakna þess svolítið að síðan kerfið datt niður að við erum hætt að fara svona um helgar. Þær eru nú svo yndislegar að kerfið er ekki nauðsynlegt lengur en ég er nú mamma þeirra og mér finnst minn fugl fagur og neita því ekkert. Ef ég ætti stafræna vél þá væri ég með albúm hérna á síðunni og þið mynduð sjá að ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ungarnir mínir eru krútt.
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home