Mér finnst ég alltaf eitthvað vera að röfla en ég verð aðeins að nöldra hérna yfir einu sem mér finnst algert svindl. Ég þekki margar konur sem á sinni fyrstu meðgöngu bættu við sig nokkrum kílóum sem síðan neituðu að fara þegar fæðingin og brjóstagjöfin voru yfirstaðin. Þær konur komust síðan upp með það á næstu meðgöngu að fela meðgönguna fram að 30. viku þar sem engin bumba kom í ljós vegna felubúningsins. Ég hef aldrei getað sagt að ég sé feit eða búttuð og ef ég fæ ekki reglulega að éta lít ég út fyrir að vera með anorexiu því öll bein standa út. Þegar ég svo varð ólétt í fyrsta skiptið sá ekki almennilega á mér fyrr en ég var vel hálfnuð og þá var eins og ég hafði etið handbolta, sem að lokum varð að körfubolta. Í annað skiptið sem ég varð ófrísk leit ég út eins og barn frá Bíafra, grindhoruð með uppblásinn maga. Og það frá 12. viku. Núna þegar ég varð þunguð í þriðja sinn sást á mér daginn eftir getnað og hefur allur bærinn verið meðvitaður um að ég er ei kona einsömul síðan á Þorrablótinu. Ég er æ oftar spurð hvenær ég eigi að gjóta blessaða krílinu og alltaf fylgja svari mínu vonbrigðis/undrunar/hneykslunar viðbrögð. Það sér meira á mér núna, rétt rúmlega hálfnaðri, en mörgum búttuðu konunum sem ég þekki eftir að þær voru komnar með krakkann á leikskólann og komnar á Herbalife því ég bý ekki yfir þessum felubúningi og lít út fyrir að hafa gleypt uppblásna barnið frá Bíafra.
Það er ekkert gaman að líta út fyrir að vera eins gráðugur og maður er.
Það er ekkert gaman að líta út fyrir að vera eins gráðugur og maður er.
<< Home