Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Heilhveitis skattavesen...
Ég kláraði skattaskýrsluna mína um daginn og hef svosum ekkert að segja um hana sem slíka því netframtalið er eiginlega idiot-proof. Maður þarf bara að athuga hvort allt stemmi ekki við þessa blessaða bleðla sem allir taka upp á að senda manni upp úr áramótum. En ég sé það alltaf sem heljarflikki af ljóni í veginum að byrja á framtalinu mínu þrátt fyrir það. En....maður borgar næstum því hvítuna úr augunum á sér um hver mánaðarmót án þess að fá svo mikið sem eitt lítið "takk". OG Í HVAÐ FER SÁ PENINGUR? Matarboð fyrir kínverska forsetann, risnureikning fyrir Samfylkinguna og eitthvað álíka mikið rugl. Ég myndi sætta mig við þetta ef ég fengi símtal tvisvar á ári frá Dabba þar sem hann myndi ausa yfir mig þakklæti sínu og útskýra fyrir mér í hvað þessir skitnu aurar mínir færu í...Eða kannski ekki. Ætli ég myndi bara ekki byrja að froðufella og garga á hann að mér finnist þetta allsherjarsvindl.

Ég komst að því í dag að skattkortið mitt hefur ekki skilað sér frá síðasta vinnuveitanda og því hefur verið tekinn fullur skattur af mér síðan ég byrjaði að vinna á leikskólanum. Það er ekki eins og ég hafi það háar tekjur að ég finni ekkert fyrir því þegar heilu tugþúsundin hverfa bara. Og ég verð ekkert afskaplega hrifin af því þegar ég kemst að því að það hafi ekkert verið að hlusta á mig (frekar en fyrri daginn) þegar ég bað fyrrverandi yfirmann minn að senda mér skattkortið fyrir um 2 mánuðum síðan. Var engin ástæða fyrir því að ég hætti þar eða?

En sem betur fer bý ég á yndislegum stað og alltaf hægt að redda svona smámálum. Mér var bara ráðlagt á skrifstofunni að gera hitt og þetta og afganginum yrði reddað fyrir morgundaginn þannig að allir reikningar séu greiddir á réttum tíma. Því ef það er eitthvað sem stressar mig upp þá eru það ógreiddir reikningar sem safna vöxtum. Þannig að allt er gott sem endar vel.