Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, apríl 25, 2004

Ég hef verið að röfla upp á síðkastið að mig langi til að breyta einhverju eða helst öllu í kringum mig. Einnig auglýsti ég eftir einhverjum sem nennti að aðstoða mig við að breyta síðunni minni en þolinmæðin brast og ég fór að fikta sjálf. Eins og sjá má er ég komin með mæli sem sýnir hversu langt ég er gengin og hversu langt er eftir og þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta svakalega krúttilegt og smart. Og ég ætla að leyfa mér að verða alveg agalega væmin og stelpuleg því ég er ólétt og ég á þessa síðu, og það eru eflaust margir sem segja að það sé kominn tími til að ég verði svolítið kvenleg. Mig langar að breyta meira t.d. fá annan lit í bakgrunninn eða eitthvað, kannski ég eigi sjálf eftir að gefa mér tíma í að finna út úr því en þó verð ég að segja að tæknikunnátta er ekki mín sterkasta hlið. But bare with me here...