Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ætli kvenfólk til forna, t.a.m. Snæfríður Íslandssól, sem var talin fegursta kona á öllu Íslandi samkvæmt Íslandsklukkunni, hafi rakað sig undir höndunum og á fótunum? Það er allavega búið að koma því inn í okkur nútímaskvísur að loðið kvenfólk sé ljótt kvenfólk eða sóðalegt. Það telst til að mynda ekki fallegt nú til dags að vera í hlírabol og stuttu pilsi með kafloðna fótleggi og handarkrika.

Ég nenni ekki að eltast við þessa tálsýn að fótleggirnir ættu að vera hárlausir og rennilegir á kvenfólki þegar ímynd karlmennskunnar eru loðnir leggir því ég bókstaflega hata það að raka á mér lappirnar. Tveimur dögum eftir að ég er búin að raka mig er ég orðin eins og kaktus í buxum. Annaðhvort framleiði ég allt of mikið af karlhormónum eða ég er bara tröllskessa í dulargerfi, því hárið á mér vex hraðar en á öllum öðrum konum. Einhvern tímann prófaði ég að nota vax á lappirnar. Sársaukinn var alls ekki þess virði, auk þess sem húðin þornaði upp. Prófaði ég mörg krem til að mýkja húðina upp aftur og um það bil sem mér tókst að fá rétt rakastig á leggina var kominn tími á vax aftur vegna þess að ég var orðin vel hærð. Og það er annað, ef maður ætlar að nota vax þá þarf maður að safna til þess að það virki. Og það er bara ógeð. Ég hef líka prófað að bleikja hárin, en það er bara bull. Maður er með alveg jafnmörg hár á fótunum, þau eru bara skjannahvít.
Með handarkrikana og þegar maður rakar þar, þá vilja margir meina að það komi sterkari svitalykt. Af hverju raka karlmenn sig þá ekki undir höndunum til þess að svitalyktin fylli loftið og við konurnar fáum furðulegan fiðring fyrir neðan mitti því talið er að svitalykt karlmanna virki eins og ferómón á flugur? Prfh... Mér finnst svitalykt alveg jafnvond, alveg sama frá hverjum hún kemur.

En ef ég á að líta álitlega út í augum mannsins míns þá verð ég að halda þessum pyntingum áfram svo hann fái nú ekki minnimáttarkennd. Því ef ég myndi reyna yrði ég loðnari en hann á fótunum og undir höndunum og það eru farin að vaxa hár á bringunni á mér. Og mér hefur verið tilkynnt að ég sé að fá skegg af litlum aðdáanda mínum. Og ekki vil ég að hann verði talinn hommi greyið, nógu er hann kvenlegur fyrir; horfir á Queer eye for the straight guy og dissar förðunina hjá þulunum á Ríkissjónvarpinu og pælir í fötunum sem fólk er í.

Þannig að ég mun halda áfram að plokka og raka þar til ég dey, því það er víst hlutskipti kvenna.