Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, desember 16, 2003

Guði sé lof að jólin eru bara einu sinni á ári. Ég er alvarlega að spá í að fara til læknis og tékka hvort ég sé að fá magasár af öllu þessu stússi. Um leið og ég sé fram á að geta slakað pínu á kemur upp nýtt verkefni og þetta er búið að vera svona í rúman mánuð. Ég endurtek nú bara mína árlegu setningu; "ég mun undirbúa mig betur fyrir næstu jól og klára jólakort og gjafir um næsta sumar".
Ég segi þetta í hvert einasta skipti sem ég er drukkna næstum í jólakortum, jólapappír og jólamerkimiðum. Það myndi ekki koma mér á óvart ef enginn fengi rétta gjöf né rétt kort fyrir þessi jól.