Ég hef ekki verið dugleg að skrifa undanfarið og ég skammast mín oggulítið, en ekki mikið meira en það. Hættið nú að grenja því ég ætla hér með að reyna að bæta úr því og "segja" ykkur hvað á daga mína hefur drifið.
Eins og þið flest eruð búin að átta ykkur á átti ég afmæli fyrir skemmstu, ég þakka fyrir allar árnaðaróskirnar (sem ég gat talið á fingrum annarar handar), var að því tilefni blásið til veislu og börnunum komið fyrir í pössun, það var afmælisgjöfin mín frá ömmu og afa. Maðurinn minn ákvað að gefa mér það í auka-afmælisgjöf að elda dýrindismáltíð handa okkar banhungruðu gestum og okkur (hann gaf mér líka trefil, húfu, vettlinga og sokka, allt í stíl, en skrifaði það á börnin að sjálfsögðu). Við buðum ekki mörgum, aðeins aðli siðmenningarinnar hér á Eskifirði, því við erum svo hryllilega vandlát á kunningjafólk (hef ég heyrt). Þetta fyrirfólk kann sína mannasiði, enda af góðu fólki komin og öll færðu þau mér gjafir í tilefni veislunnar. Vil ég þakka fyrir þær hér með á meðan ég tel þær og gefendurna upp. Ég fékk ilmvatn (það var vont lykt af mér áður en ekki lengur) frá tengdó sem að vísu heiðraði mig ekki með nærveru sinni þetta kvöld vegna annríkis síns við þegna þjóðfélagsins (eru annars ekki flest allir í Hagkaupum svona stutt frá jólum?), verður það ilmvatn notað til spari. Freyðandi og angandi freyðibað frá Sillu og Ragga, (svo ég geti loksins farið í bað áður en ég spreyja á mig vellyktandi) og bók til að auka þekkingu mína (ég er greinilega ekki nógu greind að þeirra mati), kerti og kaffi frá Stebba og Ernu (svo ég geti haft rómantíska kvöldstund OG haldið manninum mínum vakandi), salt og piparstauka fékk ég frá Ernu (til að krydda upp á tilveruna, ekki veitir af) og síðast en ekki síst fékk ég forláta fallegt afskorið blóm með glimmeri og fínheitum frá Hörpu og vitnaði hún í lyktina af mér í kveðjunni frá sér: "Aldur skiptir ekki máli nema maður sé ostur".
Meðan maðurinn minn stóð pungsveittur við eldavélina útataður í allskyns matartengdum slettum tók ég á móti gestunum og bauð þeim fordrykk, eins og góðum gestgjafa sæmir. Sat ég og talaði mikið og hátt til að halda gestunum rólegum meðan maðurinn minn lagði lokahönd á listaverkið í eldhúsinu. Fannst mér ég með afbrigðum skemmtileg þarna umkringd þessu fallega fólki en loks kom kokkurinn og tilkynnti, með tilheyrandi bugtum og beygjum, að matur væri framreiddur. Settumst við að borði og nutum þessa góðu veitinga fram í ystu æsar. Var boðið upp á Pestófylltan kjúkling með gratín a'la Jónsi með fersku salati, varfærnislega blönduðu með furuhnetum og balsamiediki. Borðhaldið tókst svo með miklum ágætum að fólk valdi sér hina ýmsustu staði til að leggjast á meltuna, minnti þetta mig á rómversku matarveislurnar til forna og skimaði ég eftir fjöður til að kitla hálsinn til að geta etið meira. Sýndist mér fleiri gera það. Í eftirrétt hafði minn elskulegi keypt þrjár tegundir af rjómaís og brætt súkkulaði í heita sósu til að hafa með herlegheitunum. Til að fólk kæmist nú út um dyrnar til síns heima ákváðum við að taka eins og eitt Trivial meðan öll ósköpin myndu sjatna í belgjum vorum. Fannst okkur kvenfólki það góð hugmynd að skipta þannig í lið að konur væru á móti körlum. Því miður gleymdum við að taka það með í reikninginn að þeir voru allir þrír menntamenn en við bara fávísar kvenlufsur. Og því skíttöpuðum við...
Jæja, ég held að þetta sé gott í bili, ég segi seinna frá jólahlaðborðinu sem við fórum á kvöldið eftir.
Eins og þið flest eruð búin að átta ykkur á átti ég afmæli fyrir skemmstu, ég þakka fyrir allar árnaðaróskirnar (sem ég gat talið á fingrum annarar handar), var að því tilefni blásið til veislu og börnunum komið fyrir í pössun, það var afmælisgjöfin mín frá ömmu og afa. Maðurinn minn ákvað að gefa mér það í auka-afmælisgjöf að elda dýrindismáltíð handa okkar banhungruðu gestum og okkur (hann gaf mér líka trefil, húfu, vettlinga og sokka, allt í stíl, en skrifaði það á börnin að sjálfsögðu). Við buðum ekki mörgum, aðeins aðli siðmenningarinnar hér á Eskifirði, því við erum svo hryllilega vandlát á kunningjafólk (hef ég heyrt). Þetta fyrirfólk kann sína mannasiði, enda af góðu fólki komin og öll færðu þau mér gjafir í tilefni veislunnar. Vil ég þakka fyrir þær hér með á meðan ég tel þær og gefendurna upp. Ég fékk ilmvatn (það var vont lykt af mér áður en ekki lengur) frá tengdó sem að vísu heiðraði mig ekki með nærveru sinni þetta kvöld vegna annríkis síns við þegna þjóðfélagsins (eru annars ekki flest allir í Hagkaupum svona stutt frá jólum?), verður það ilmvatn notað til spari. Freyðandi og angandi freyðibað frá Sillu og Ragga, (svo ég geti loksins farið í bað áður en ég spreyja á mig vellyktandi) og bók til að auka þekkingu mína (ég er greinilega ekki nógu greind að þeirra mati), kerti og kaffi frá Stebba og Ernu (svo ég geti haft rómantíska kvöldstund OG haldið manninum mínum vakandi), salt og piparstauka fékk ég frá Ernu (til að krydda upp á tilveruna, ekki veitir af) og síðast en ekki síst fékk ég forláta fallegt afskorið blóm með glimmeri og fínheitum frá Hörpu og vitnaði hún í lyktina af mér í kveðjunni frá sér: "Aldur skiptir ekki máli nema maður sé ostur".
Meðan maðurinn minn stóð pungsveittur við eldavélina útataður í allskyns matartengdum slettum tók ég á móti gestunum og bauð þeim fordrykk, eins og góðum gestgjafa sæmir. Sat ég og talaði mikið og hátt til að halda gestunum rólegum meðan maðurinn minn lagði lokahönd á listaverkið í eldhúsinu. Fannst mér ég með afbrigðum skemmtileg þarna umkringd þessu fallega fólki en loks kom kokkurinn og tilkynnti, með tilheyrandi bugtum og beygjum, að matur væri framreiddur. Settumst við að borði og nutum þessa góðu veitinga fram í ystu æsar. Var boðið upp á Pestófylltan kjúkling með gratín a'la Jónsi með fersku salati, varfærnislega blönduðu með furuhnetum og balsamiediki. Borðhaldið tókst svo með miklum ágætum að fólk valdi sér hina ýmsustu staði til að leggjast á meltuna, minnti þetta mig á rómversku matarveislurnar til forna og skimaði ég eftir fjöður til að kitla hálsinn til að geta etið meira. Sýndist mér fleiri gera það. Í eftirrétt hafði minn elskulegi keypt þrjár tegundir af rjómaís og brætt súkkulaði í heita sósu til að hafa með herlegheitunum. Til að fólk kæmist nú út um dyrnar til síns heima ákváðum við að taka eins og eitt Trivial meðan öll ósköpin myndu sjatna í belgjum vorum. Fannst okkur kvenfólki það góð hugmynd að skipta þannig í lið að konur væru á móti körlum. Því miður gleymdum við að taka það með í reikninginn að þeir voru allir þrír menntamenn en við bara fávísar kvenlufsur. Og því skíttöpuðum við...
Jæja, ég held að þetta sé gott í bili, ég segi seinna frá jólahlaðborðinu sem við fórum á kvöldið eftir.
<< Home