Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, desember 12, 2003

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag.

En dagurinn byrjaði ekkert vel. Elsta dóttirin byrjaði að æla í nótt og ég þurfti að þvo henni um hárið því þetta fór út um allt. En það hafðist hjá okkur að þrífa æluna upp og koma barninu í háttinn. Svo var "jólasveinninn" næstum staðinn að verki, miðdóttirin rumskaði um leið og hann var að koma því fyrir. Ekki nóg með það heldur svaf ég mjög illa, dreymdi einhverja þvælu í alla nótt.
Einhver geðsjúk kona, sem leit út eins og Sandra Bullock (bara ómáluð og þreytulegri), var að reyna að ræna yngstu dótturinni. Þetta átti sér allt stað hér á Esk og hún átti heima í Sautens-húsinu. Ég var að reyna að stela barninu aftur í heillangan tíma með allskonar æfingum. Þegar strákarnir frá Ísó komu til að hjálpa mér að strjúka með barnið þá fékk ég þessar rosalegustu blæðingar sem ég hef séð, það fossaði niður úr mér. Þá vildu þeir ekki fá mig inn í bílinn. Svo þurfti ég að sannfæra mömmu um að ég væri í vandræðum með þessa föken skitsó og í miðju símtali mætti herra skitsó, hann leit út eins og sjúskað eintak af Willem Defau (hvernig sem það er nú skrifað), á svæðið og hann var að reyna að nauðga öllum. Það stöðvaði hann ekkert að rauða hafið væri að koma út úr mér að neðan. Barðist ég hetjulega þangað til að mamma kom og hjálpaði mér á snilldarlegan hátt að komast undan geddusvíninu. Þá hafðist leiðin að barninu og ég varð alltaf hræddari og hræddari, það voru þvílíkir ranghalar um allt húsið. En hún mamma var búin að koma barninu út í bíl og ég trúði henni ekki strax þannig að það munaði engu að herra skitsó náði okkur með sinn undna böll hangandi úti. En mamma reddaði því með að ganga fyrir mig og segja að það myndi enginn særa mig aftur. Þá vaknaði ég.

Ég fletti upp í þessari æðislegu draumaráðningabók og þetta er allt fyrir erfiðleikum og veikindum ef ekki verra. En þó að byrjunin á deginum hafi ekki verið glæsileg er ég handviss um að hann verði samt æði. Ég verð með pínu fullorðins matarboð í kvöld semsagt engin börn. Ég ætla samt ekki að setja börnin í pössun í Sautens-húsið.