Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, desember 10, 2003

Þetta eru fyrstu jólin mín og Jónsa saman í alvöru. Hann var að vísu hjá mér um seinustu jól en þá bjuggum við ekki saman. Ég er dauðfeginn að hann komi ekki með einhverjar furðulegar hefðir frá sínu bernskuheimili eins og sumir sem ég þekki. Hann er mjög vel upp alinn skal ég segja ykkur. Það á eftir að hljóma eins og ég sé einhver agalegasta grybba fyrr og síðar en sú er ekki raunin. Ég er ljúf sem lamb og á ekkert erfitt með að sætta mig við neitun, ef henni fylgja góð og gild rök (að mínu mati).

Ég hef fengið að ráða hvernig húsgögnin eru og hvernig þeim er uppraðað enda er heimilið, þó ég segi sjálf frá, með þeim fallegri sem ég veit um og ég skil ekki af hverju H&H hefur ekki haft samband eða mætt með myndavélina. Og Vala Matt er ekki ennþá mætt til að sýna ykkur hvað þetta er voðalega smart hjá okkur. Þetta fólk er ekkert að standa sig í sínu starfi ef ég er spurð.

Það var mjög gaman að byrja að búa því við keyptum margt nýtt, hann átti ekki almennilegan sófa frekar en ég. Hann átti einhvern eldgamlan og karrígulan og ég átti tvo aðeins yngri og eldrauða tveggjasæta. Þannig að við fórum í IKEA og eyddum öllum peningnum sem "við" áttum í nýtt sófasett og bókahillur og margt fleira skemmtilegt. Hann gat beitt neitunarvaldinu en gerði það ekki, því ég er svoddan smekkmanneskja. Einnig hef ég fengið að stjórna öllum jólaskreytingunum fyrir þessi fyrstu jól okkar enda er húsið temmilega mikið skreytt og og ég veit að jólatréð verður einnig skreytt eftir mínu höfði.

Semsagt þetta verða gleðilega glæsileg jól hjá okkur.