Þetta er til háborinnar skammar, Hulda Stefanía!
Ég dauðskammast mín fyrir hvernig húsið var orðið, rykið og kámið á öllu var hrikalegt. Ókey, ég hef verið lasin og maðurinn minn er að vinna mikið og það eru þrjú heilbrigð börn á heimilinu og allt. En... ég geri það miklar kröfur til mín sem húsmóður að mér finnst þetta skammarlegt. Jónsi segir stundum að ef ég væri með ræstingarfyrirtæki þá myndi enginn vinna fyrir mig lengi eða ég myndi ekki treysta neinum fyrir þrifunum. Það getur vel verið rétt en það er erfitt að lækka standardinn á þessum hlutum þegar maður ólst upp á hreinu heimili með mömmu að fyrirmynd. Það er kona sem ég vildi hafa í vinnu hjá mér í þessu ræstingarfyrirtæki, það myndi ekki þurfa fleiri starfsmenn en okkur tvær og allt yrði hreint. Og ég er ekki alveg að skilja af hverju ég ætti að lækka standardinn hjá mér, það er ekki eins og ég sé að ganga í hús og bögga húsmæðurnar með skítnum þar á bæ, þetta snýst eingöngu um mitt eigið verk, hvort sem ég framkvæmi þrifin hér eða í öðrum húsum. Ég veit að þetta eru öfgar á háu stigi en mér finnst þetta góðir öfgar.
Nema þegar bakið og fæturnir fara að kvarta undan þrældómnum.
Ég dauðskammast mín fyrir hvernig húsið var orðið, rykið og kámið á öllu var hrikalegt. Ókey, ég hef verið lasin og maðurinn minn er að vinna mikið og það eru þrjú heilbrigð börn á heimilinu og allt. En... ég geri það miklar kröfur til mín sem húsmóður að mér finnst þetta skammarlegt. Jónsi segir stundum að ef ég væri með ræstingarfyrirtæki þá myndi enginn vinna fyrir mig lengi eða ég myndi ekki treysta neinum fyrir þrifunum. Það getur vel verið rétt en það er erfitt að lækka standardinn á þessum hlutum þegar maður ólst upp á hreinu heimili með mömmu að fyrirmynd. Það er kona sem ég vildi hafa í vinnu hjá mér í þessu ræstingarfyrirtæki, það myndi ekki þurfa fleiri starfsmenn en okkur tvær og allt yrði hreint. Og ég er ekki alveg að skilja af hverju ég ætti að lækka standardinn hjá mér, það er ekki eins og ég sé að ganga í hús og bögga húsmæðurnar með skítnum þar á bæ, þetta snýst eingöngu um mitt eigið verk, hvort sem ég framkvæmi þrifin hér eða í öðrum húsum. Ég veit að þetta eru öfgar á háu stigi en mér finnst þetta góðir öfgar.
Nema þegar bakið og fæturnir fara að kvarta undan þrældómnum.
<< Home