Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, desember 08, 2003

Þar sem það er mánudagsmorgunn framundan ákvað ég að bregðast ykkur ekki, elsku fastagestirnir mínir, og skrifa eitthvað handa ykkur til að lesa. Ég vil ekki að þið ofkeyrið ykkur á vinnu eða námi. Ég var með fullt af hugmyndum áðan þegar ég var að skreyta gluggana í borðstofunni og vildi gefa ykkur hlutdeild í þeim. Því eins og þið vitið eru pælingar mínar ekkert smá gáfulegar og til margs brúklegar... En ég man ekki eina einustu pælingu lengur því þessi tölva er svo lengi að tengjast og það tekur heila ævi að opna hverja síðu. Þannig að þegar ég loksins var kominn inn á bloggið voru liðnar nokkrar mínútur og skammtímaminnið brann yfir. En ég veit að þær voru á mjög svo vitsmunalegum nótum og bráðsmellnar... minnir mig. Ég er farin að þrífa aftur bara.