Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Síðan mín hefur verið eitthvað lasin undanfarna daga, ég held að það sé af því að ég hef ekki verið dugleg að blogga. En það er búið að laga þetta...Í bili.

Það hefur voða fátt gerst að undanförnu þess virði að nefna hér. En ég hef verið að skemmta mér yfir manninum mínum. Þannig er mál með vexti að hann hefur beðið mig milljón sinnum að klippa á honum hárið og ég svara alltaf játandi en enda á að gera eitthvað annað. Þetta eru rannsóknir á mannlegri þrjósku. Enda ég á að eiga mann með sítt að aftan svona eins og fróðir menn kalla "mullet" eða mun þetta enda á því að hann gefst upp og fer á hárgreiðslustofuna á staðnum og borgar morðfjár fyrir þetta? Rannsókninni miðar hægt, enda ekki mikill vöxtur í hárinu hans en býst ég samt við því að hann játi sig sigraðan innan skamms. Því þetta plagar drenginn greinilega alveg óstjórnlega. Hann biður mig um að klippa hárið að meðaltali tvisvar á dag og er dagurinn í dag engin undantekning og ég hef eina ferðina enn annað fyrir stafni. Ég held að það sé byrjað að stríða honum í skólanum. Enda er hárið á honum hætt að láta að stjórn og standa sætir krullulokkar út í loftið. Híhí.