Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, nóvember 03, 2003

Og svo ég haldi áfram að jarma um hvað ósjálfbjarga ég er þá er tagborðið mitt í rugli þessa dagana og ég kann ekki að laga það. Og auðvitað bað ég Ragga Reddara að laga það en drengurinn er í skóla og hefur ekki mikinn tíma í að stússast svona alltaf stöðugt fyrir mig. Hann á samt eftir að redda þessu fyrir mig um leið og hann kemst í það.

Og þar sem ég er oftast alein og yfirgefin er ég farin að fá skrítnar hugmyndir í kollinn á mér en eins og þeir vita sem þekkja mig þá er það stórhættulegur ands..... Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu, ég verð bara að segja það. Þetta eru pælingar eins og að breyta síðunni minni eða háralitnum mínum eða hársíddinni minni eða herberginu mínu eða barnaherberginu eða eldhúsinu mínu eða húsinu mínu eða Hótelinu þeirra eða húsinu hans afa eða bara að breyta einhverju. Skipta um bíl eða skipta um hús eða skipta um föt. Ég er ekki svo langt komin að ég vilji skipta um karl enda væri það endapunkturinn. En það er ansi margt sem ég vil skipta um eða breyta þessa daganna og það fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér að enginn vill taka þátt í þessu með mér. Maðurinn minn neitar mér ekki um neitt en hann talar um að þetta og hitt kosti pening og við verðum að bíða með hitt og þetta. Ætli þetta sé merki um þetta sívinsæla skammdegisþunglyndi? Er ég loksins farin að fylgja tískunni?

Kannski er ég of mikið ein með sjálfri mér.