Og fyrst ég er byrjuð vil ég hneykslast á því sem ég las á öðru bloggi. Þar var verið að skipuleggja jólahreingerninguna.
Ekki veit ég hversu lengi sú manneskja er að þrífa sína íbúð en mér skilst á öllu að hún búi ein. Ekki veit ég heldur hversu lengi sú manneskja ætlar að hafa jólaskrautið hangandi fyrir jólin því hún sagðist ætla að fara að skreyta um leið og hreingerningunni væri lokið. Setjum sem svo að hún búi í um 100 fermetrum og er lengi að þrífa vegna ofhleðslu á húsgögnum og pottablómum, þá er skiljanlegt að hún taki ráð í tíma. En... Gefum okkur að hún sé í hjólastól og búi í íbúð með tröppum ofhlaðinni húsgögnum og pottablómum, þá er skiljanlegt að manneskjuna langi til að ljúka þessu fyrir jól. En mér skilst sem svo að hvorug þessara útskýringa eigi við í þessu tilfelli. Því er mér furða hve snemma hún ætlar af stað með jólin. Ekki misskilja mig, ég sjálf er algjört jólabarn og hef afar gaman af öllu jólastússi en hef rekið mig á að það er til hlutur sem kallast rétt tímasetning. Það er ekkert gaman að halda jólin þegar jólaskapið er búið og farið.
Því vil ég ráðleggja þessari persónu að hafa sig hæga í um þrjár vikur í viðbót, skella sér svo í annan gír og njóta síðustu daga aðventunnar í rólegheitum og með jólaskapið í botni.
Ekki veit ég hversu lengi sú manneskja er að þrífa sína íbúð en mér skilst á öllu að hún búi ein. Ekki veit ég heldur hversu lengi sú manneskja ætlar að hafa jólaskrautið hangandi fyrir jólin því hún sagðist ætla að fara að skreyta um leið og hreingerningunni væri lokið. Setjum sem svo að hún búi í um 100 fermetrum og er lengi að þrífa vegna ofhleðslu á húsgögnum og pottablómum, þá er skiljanlegt að hún taki ráð í tíma. En... Gefum okkur að hún sé í hjólastól og búi í íbúð með tröppum ofhlaðinni húsgögnum og pottablómum, þá er skiljanlegt að manneskjuna langi til að ljúka þessu fyrir jól. En mér skilst sem svo að hvorug þessara útskýringa eigi við í þessu tilfelli. Því er mér furða hve snemma hún ætlar af stað með jólin. Ekki misskilja mig, ég sjálf er algjört jólabarn og hef afar gaman af öllu jólastússi en hef rekið mig á að það er til hlutur sem kallast rétt tímasetning. Það er ekkert gaman að halda jólin þegar jólaskapið er búið og farið.
Því vil ég ráðleggja þessari persónu að hafa sig hæga í um þrjár vikur í viðbót, skella sér svo í annan gír og njóta síðustu daga aðventunnar í rólegheitum og með jólaskapið í botni.
<< Home