Jæja, þá er Hótelið að tæmast, allir fornleifafræðingarnir eru farnir og bara tveir gestir eftir. Ég verð nú að viðurkenna þó að fornleifafræðingarnir græddu á því að vitleysingarnir sem voru á undan þeim gengu um skemmandi og rífandi kjaft voru þeir hinir ágætustu gestir. Það var aldrei vesen á þeim og það var alltaf komið fram við mig af vissri virðingu. Og þegar ég þurfti að standa í stappi við vitleysingana kom einn fornleifarfræðingurinn mér til varnar, og kannski þess vegna leyfði ég þeim meira en öðrum gestum. Það er nefnilega helvíti langt sem maður kemst á kurteisinni einni saman. Og ég var búin að ákveða að ef ég væri hress þá myndi ég kveðja þá með mat og drykk eins og góðri húsfreyju sæmir. En þeir fóru einum degi fyrr en áætlað var og ég stóð uppi með kíló af lambahakki,grænmeti og nokkra lítra af gosi. Ég lét það þó ekki stoppa mig og eldaði dýrindis lasagna og gerði ferskt salat og fór með þetta allt saman á Hótelið í gærkveldi. Það voru tveir smíðastrumpar og tveir Svíar og svo við fimm fræknu. Þó að annar Svíinn hafi bara borðað og svo við hin sá ég að næst þegar ég ætla að gera mat fyrir svanga karlmenn og börn mun ég þurfa meira en kíló af kjöti. Þetta hvarf allt eins og dögg fyrir sólu, það var ekki afgangur af salatinu einu sinni. Og ég sannfærðist um að ég elda góðan mat.
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home