Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, nóvember 15, 2003

Þið kannist örugglega öll við þá tilfinningu sem gerir vart við sig þegar rómantískri mynd lýkur með því að parið nær loksins saman. Ég hef undanfarið fundið fyrir þessari tilfinningu í mjög sterkum mæli. Þeirri tilfinningu í samblandi við gífurlegt þakklæti. Því ég get ekki annað en fundið fyrir því að ég mjög heppin með mitt hlutskipti. Ég á þrjár heilbrigðar og yndislegar dætur og alveg yndislegan mann. Þó stelpurnar eigi í smá erfiðleikum með að hlýða og átta sig ekki alltaf á að allt hefur sínar afleiðingar get ég ekki annað en dáðst að þeim. Þær eru svo klárar og ljúfar.
Og maðurinn minn er svo yndislegur og góður. Ekki veit ég hvað ég hef gert til að eiga hann skilið. Miðað við að ég henti honum út í djúpu laugina með þessum pakka sem ég er og allmargir láta standa í sér. En hann tók þá ákvörðun að elska mig og allt sem mér fylgir og hefur staðið sig eins og hetja. Jafnvel ég gleymi því stundum að hann eigi í rauninni ekkert í þessum börnum mínum því þetta virðist einhvern veginn vera honum í blóð borið.
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig þetta allt saman væri ef ég hefði ekki tekið svona margar rangar ákvarðanir. Og hvernig myndi þetta vera ef við hefðum verið saman frá upphafi? Við vorum voðalega skotin í hvort öðru þegar við vorum krakkar en það varð aldrei neitt úr því fyrr en núna. Ég hef tekið svo margar rangar beygjur og hefur lífið því ekki alltaf tekið á mér með silkihönskum. Hef ég upplifað meiri viðbjóð í mannlegri hegðun en margur maðurinn helmingi eldri en ég. Þakka ég Guði mínum oft fyrir að hafa gefið mér annað tækifæri þegar ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að flytja hingað. Eftir að hingað kom hef ég getað unnið mig út úr mínum málum í ró og næði. Hér hef ég einnig endurgoldið trú mína á ástina og að hún sigri allt. Því ég bjó hér þegar mér var sent jólakort fyrir tveimur árum, jólakort sem gerði það sem mig hefur alltaf dreymt um raunverulegt. Og ég, sem var svo hörð af mér og leyfði mér ekki að vera til og finna til, hef breyst. Sumir sem mig þekkja og hafa þekkt mig í mörg ár samgleðjast mér í því að vera að finna hamingjuna og ástina og það á sama stað og ég reyndi að flýja í svo mörg ár með svo hryllilegum afleiðingum. En allt er gott sem endar vel og tilfinningin sem góðum endi fylgir er ólýsanlega góð og notaleg... þegar maður venst henni.