Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Helvíti líst mér vel á þennan kall sem Eigendur hf sendu mér.

Hann er strax byrjaður að vinna og eru stillansar að rísa upp með hverjum húsveggnum. Og hann virðist hafa virkilegan áhuga á að gera þetta einsog ég vil hafa þetta. Ekki það að ég sé með einhverjar svakalegar kröfur um þessar viðgerðir, ég vil bara að þetta verði gert almennilega og það sé virkilega vandað til verksins. Eða eins og ég vil hafa allt sem ég tek þátt í þó ég sé nú ekki með hamarinn og sögina á lofti. En nafni mínu hefur verið fleygt inn í hringiðuna þannig að maður passar upp á það að allt sé nú í lagi. Það er nú staðið vörð um sitt ágæta mannorð.

En eins og áður hefur komið fram er ég mjög ánægð með þennan smíðakall sem mér var sendur.