Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Ég veit ekki alveg hvaða pillur ég var að éta þegar mér datt í hug að fara að skrifa smásögur né hvaða mikilmennskubrjálæði greip mig þegar ég tilkynnti ykkur að ég myndi geta skellt á ykkur, lesendur góðir, nokkrum sögum þess virði að vera lesnar. Og verið í alvörunni fullviss um að ég kæmist frá því skammarlaust. En ég mun láta þær pillur skolast niður í klósettið um leið og ég finn þær.
Ég hef þegar hent í ykkur einni sögu og biðst ég innilegrar afsökunnar á því að hafa lagt á ykkur þessa hörmung. Ég veit að sú saga var hundléleg og það sem ég hef skrifað eftir það er enn verra. Það virðist vera að ég eigi eftir að leggja fyrir mig skriftir í Rauðu seríuna og sé ég sjálfa mig slá í gegn á þeim vettvangi. Það virðist vera sama hvað ég reyni að skrifa, það hljómar alltaf eins og byrjun á einhverri ömurlegri ástarvellubók. Ég hef fullan rétt á að skíra sögurnar mínar nöfnum eins og "ófrísk af hans völdum" eða "ástfangin í Texas" slíkur er hæfileikinn. Og það virðist vera að æfingin skapi engan meistara hér á slóðum því sögurnar versna eftir því sem ég reyni að leiðrétta þær.
Ég biðst enn og aftur afsökunar á að hafa lagt þetta á ykkur og vona að þið hafið ekki hlotið varanlegan skaða af þessari brjálaðslegu hugmynd minni. Jafnframt lofa ég að láta ykkur ekki ganga í gegnum slíkar raunir aftur í bráð og mun ég halda mér við það sem ég geri best-að röfla bara yfir öllum fjandanum.