Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa valdið ykkur sálarangist með því að blogga ekki neitt í heila tvo daga.

Ég olli þónokkrum lesendum mínum miklum vonbrigðum yfir helgina. Og þónokkrir sem sjá enga aðra ástæðu til að mæta til vinnu á mánudagsmorgnum en til að lesa það sem ég hef skrifað um helgar urðu fyrir miklu áfalli í morgun. Fékk ég meira að segja símtal rétt fyrir hádegi frá snöktandi aðdáanda sem spurði hvort tölvan mín væri biluð. Þegar ég viðurkenndi að tölvan væri í fínu lagi heyrði ég andköf tekin hinumegin á línunni. Með ásökun í röddinni var ég spurð um ástæðu þessara pyntinga. Þannig er mál með vexti að ég hef verið með hausverk undanfarnar vikur og er þetta fyrsta helgin í langan tíma sem ég hef verið án hans... En ég eyddi samt meginhluta helgarinnar í rúminu, mér og manninum mínum til mikillar gleði. Tíhíhíhí.

Þetta er spurning um forgangsröðun, gott fólk.