Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, nóvember 24, 2003

Það er eitt sem mér finnst svolítið fyndið í þessari blessuðu siðmenningu.

Þið hafið nokkra verslunarkjarna sem hafa upp á mjög svipað vöruúrval að bjóða en það flykkjast allir á einn stað og troða hverjum öðrum um tær. Já, ég er að tala um Smáralindina, gott fólk. Það er ýmislegt sem ég get sett út á hér á höfuðborgarsvæðinu, en það er líka ýmislegt hér sem fæst ekki annars staðar. Til dæmis er ekki til Hagkaup á Eskifirði. Næsta útibú Hagkaupa er á Akureyri, en þangað er bara fjögurra tíma ferðalag. Þannig að þegar ég kem til Reykjavíkur tek ég nokkra hringi í Hagkaup. Þar sem ég á þrjú börn arka ég alltaf beint í barnafatadeildirnar til að athuga hvort þar sé ekki eitthvað að finna sem ég vissi ekki að mig vantaði. Nema undanfarna tvo daga hef ég ekki komist inn í einu einustu Hagkaupaverslun fyrir fólki. Ekki það að það fari svo mikið fyrir mér, heldur hefur öllum dottið í hug að fara akkúrat á þeim degi sem ég ætlaði að fara. Þið hafið þessar verslanir fyrir framan ykkur allt árið en flykkist síðan öll sem eitt þegar ég er búin að ákveða hvað mig vantar og ætla að fara að festa kaup á því. En þar sem mér leiðast biðraðir og örtröð hef ég hrökklast út úr hverri versluninni á fætur annarri. En það er kúl, ég skil hvað ykkur vantar þarna inni. Ég skil bara ekki hvað þið eruð að gera þarna sömu helgina og ég ætlaði að fara þangað. Það eru í mesta lagi tvær helgar á ári sem ég hef til að versla í Reykjavík. Og finnst mér að íbúum höfuðborgarsvæðisins ætti að vera bannað að versla í Smáralindinni um þær helgar.

Bara fyrir mig.