Það er eins gott að hrynja ekki niður og fara að grenja.
Í gærkvöldi, rétt fyrir kvöldmat, sat ég og vafraði stefnulaust um Netið þegar gemsinn hans Jónsa hringdi. Það telst nefnilega til tíðinda að einhver hringi í hann, fyrir utan ömmu mína, og vil ég gefa þessum vinum hans orð í eyra fyrir að hafa bara gleymt honum síðan hann flutti til mín á hjara veraldar. Það er nefnilega ekkert að símunum hérna fyrir austan og gemsar virka einnig fínt hérna. En svo ég haldi áfram að segja frá því þegar einhver hringdi í hann. Hann talaði í smástund og ég var ekkert að hlusta en ég heyrði hann segja, "og eru þið komin í Fagradalinn og bara á leiðinni til okkar?". Hjarta mitt tók aukaslag og ég fylltist gleði yfir að loksins væri einhver að koma að sjá hversu vel hann býr og hvernig hann dafnar hjá mér. En sú tilfinning gjörbreyttist þegar hann tilkynnti mér að hún móðir mín væri í 15 mínútna fjarlægð.
Fyrst greip mig óstjórnlegur kvíði, gamall vani sem er erfitt að slíta, því það er ekki búið að þrífa hjá okkur og taufjallið ógurlega var að ná upp í stofuloftið. Ekki svo að skilja að móðir mín komi með hvítu hanskana og strjúki hér hillurnar með vanþóknunarsvip, það er (ekki fyrir svo löngu)liðin tíð. Það er bara einhver grilla í mér að ég geti aflað mér einhverra stiga hjá henni, sem ég er með nú þegar, ef það er allt "spotless" hjá mér þegar hún kemur. Hvað ætli þetta sé með dætur og mæður þeirra?
Svo varð ég gripin þessari rosalegri tilhlökkun því með henni kæmi yngsta ungviði heimilisins loksins aftur heim. Hún er búin að vera í sveitinni í hálfan mánuð og það hefur verið hálf tómlegt hérna hjá okkur. Sem er mjög fínt ef maður er lasinn og hefur ekkert þrek til neins. En tvíburarnir voru farnar að kvarta undan því að það vantaði Sessu og þær söknuðu hennar ofsalega mikið en ég veit ekki hvort að það hafi verið vegna sterkra tilfinningatengsla eða þeim vantaði blóraböggulinn þeirra. Ég vil trúa því fyrra.
Þegar hún kom inn voru miklir gleðifundir hjá systrunum þremur og fékk ég á tilfinninguna að það væri gelgjustóð í andyrinu hjá okkur um stund, þvílíkir voru skrækirnir. En þegar loksins kom að mér að knúsa hana, varð mér eiginlega allri lokið. Rosalega er gott að hafa litlar hendur utan um hálsinn á mér á ný. Pabbi fékk svo líka knús og hann kreistur mikið, það munaði ekki miklu að ég táraðist.
Svona er ég nú orðin væmin, ég vil kenna aldrinum og Jónsa um þessar geðsveiflur því fyrir ári síðan hefði ég sagt, "Farð'ekk'að grenja", og kveikt mér í sígó. Og jafnvel látið einhver búkhljóð fylgja með til að undirstrika þetta attitude.
Í gærkvöldi, rétt fyrir kvöldmat, sat ég og vafraði stefnulaust um Netið þegar gemsinn hans Jónsa hringdi. Það telst nefnilega til tíðinda að einhver hringi í hann, fyrir utan ömmu mína, og vil ég gefa þessum vinum hans orð í eyra fyrir að hafa bara gleymt honum síðan hann flutti til mín á hjara veraldar. Það er nefnilega ekkert að símunum hérna fyrir austan og gemsar virka einnig fínt hérna. En svo ég haldi áfram að segja frá því þegar einhver hringdi í hann. Hann talaði í smástund og ég var ekkert að hlusta en ég heyrði hann segja, "og eru þið komin í Fagradalinn og bara á leiðinni til okkar?". Hjarta mitt tók aukaslag og ég fylltist gleði yfir að loksins væri einhver að koma að sjá hversu vel hann býr og hvernig hann dafnar hjá mér. En sú tilfinning gjörbreyttist þegar hann tilkynnti mér að hún móðir mín væri í 15 mínútna fjarlægð.
Fyrst greip mig óstjórnlegur kvíði, gamall vani sem er erfitt að slíta, því það er ekki búið að þrífa hjá okkur og taufjallið ógurlega var að ná upp í stofuloftið. Ekki svo að skilja að móðir mín komi með hvítu hanskana og strjúki hér hillurnar með vanþóknunarsvip, það er (ekki fyrir svo löngu)liðin tíð. Það er bara einhver grilla í mér að ég geti aflað mér einhverra stiga hjá henni, sem ég er með nú þegar, ef það er allt "spotless" hjá mér þegar hún kemur. Hvað ætli þetta sé með dætur og mæður þeirra?
Svo varð ég gripin þessari rosalegri tilhlökkun því með henni kæmi yngsta ungviði heimilisins loksins aftur heim. Hún er búin að vera í sveitinni í hálfan mánuð og það hefur verið hálf tómlegt hérna hjá okkur. Sem er mjög fínt ef maður er lasinn og hefur ekkert þrek til neins. En tvíburarnir voru farnar að kvarta undan því að það vantaði Sessu og þær söknuðu hennar ofsalega mikið en ég veit ekki hvort að það hafi verið vegna sterkra tilfinningatengsla eða þeim vantaði blóraböggulinn þeirra. Ég vil trúa því fyrra.
Þegar hún kom inn voru miklir gleðifundir hjá systrunum þremur og fékk ég á tilfinninguna að það væri gelgjustóð í andyrinu hjá okkur um stund, þvílíkir voru skrækirnir. En þegar loksins kom að mér að knúsa hana, varð mér eiginlega allri lokið. Rosalega er gott að hafa litlar hendur utan um hálsinn á mér á ný. Pabbi fékk svo líka knús og hann kreistur mikið, það munaði ekki miklu að ég táraðist.
Svona er ég nú orðin væmin, ég vil kenna aldrinum og Jónsa um þessar geðsveiflur því fyrir ári síðan hefði ég sagt, "Farð'ekk'að grenja", og kveikt mér í sígó. Og jafnvel látið einhver búkhljóð fylgja með til að undirstrika þetta attitude.
<< Home