Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 25, 2003

Yngsta dóttirin á heimilinu er á þeim aldri að það er voðalega gaman að fylgjast með henni, uppátæki hennar eru stundum ofsalega fyndin og stundum miður skemmtileg.

Það er t.d ekki fyndið eða skemmtilegt þegar henni þrýtur þolinmæðin. Þá er grátur og gnístran tanna.....í heila eilífð.

En þegar hún vill fara í föt og enginn hefur tíma á þeirri sekúndu sem hún þarf til að fara í fötin þá reddar hún sér sjálf með misjöfnum árangri þó. Eins og í morgun, þá vantaði hana hreinar nærbuxur og þar sem hún veit hvar þær eru geymdar og enginn hafði tíma þá varð hún bara að redda sér sjálf. Ekki nóg með að hún hafði þær ranghverfar heldur náði hún að snúa þeim öfugt líka. Og hljóp hér um allt með brókina á kafi uppi í rassinum en bara öðru megin.