Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, október 21, 2003

Það virtist valda misskilningi hjá sumum um daginn þegar ég talaði um að skipta við einhvern um líf tímabundið. Ég elska lífið mitt og ég er mjög hamingjusöm með allar ákvarðanir sem ég hef tekið varðandi það.
Ég sé reglulega hversu heppin ég er.

Eins og í dag fór ég til Egilstaða í verslunarferð. Mér leið svo vel aleinni á veginum í nýja jeppanum mínum. Vitandi það að ég mætti alveg eyða þeim peningum sem ég var með. Dáðist að útsýninu á leiðinni, sá frostið bókstaflega sleikja fjöllin. Og hugsaði allt upphátt til að halda mér félagskap.
Á leiðinni heim, eftir velheppnaðan verslunarleiðangurinn, söng ég hástöfum mér til mikillar skemmtunar.

Á svona dögum er ég alveg til í að eiga mitt líf sjálf en þegar allt hefur sinn vanagang dag eftir dag.....Þá er ég til í að einhver skipti við mig en bara til að fá smá tilbreytingu. En bara þegar það er orðið aðeins of tíðindalaust. Og það gerist ekki oft þegar það eru þrjú stykki af iðandi börnum.

Eins og ég segi þá elska ég lífið mitt.