Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 26, 2003

Við vorum að koma frá Mývatni fyrir skömmu og það fyrsta sem ég geri er að kveikja á tölvunni. Ekki alveg ég lét stelpurnar læra fyrst og svo tannbursta og hátta svo fór ég í tölvuna. En samt ég er ekki einusinni búin að laga kaffi.....En ég verð að koma þessu frá mér því ég er að springa úr hamingju, þið sem fílið ekki væmni eru vinsamlegast beðin að koma bara aftur á morgun. Ég fæ svona köst annaðslagið og ég dauðskammast mín alltaf eftir á að hafa verið svona væmin en ég vil koma þessu frá mér "in public" því mér finnst þetta vera merki um að ég er að breytast úr Huldu Morthens í "the real me".

Það er eitthvað svo unaðslegt við það að vera með fjölskyldunni í bíl á leiðinni heim í ljósaskiptunum. Góð tónlistin ómaði, börnin hlógu, kallinn keyrði og ég horfði út um gluggann. Rosalega fann ég það vel hvað ég á gott líf og það þyrmdi yfir mig þakklætið.
Það er alls ekki sjálfgefið að eiga svona gott.
Ég er ekki að segja að við séum svo vellauðug að við vitum ekki aura okkar tal eða að við séum ein af fallega fólkinu (þó við séum með afbrigðum falleg fjölskylda) eða svo fjallhraust að Maggi Íþróttaálfur fölni í samanburðinum.
Ég er að reyna að koma því frá mér hvað það er gott að vera búin að finna sálufélagann/lífsförunaut/the one/eða hvað sem þið kallið það. Og finna að þú tilheyrir æðri tilgangi en að bara vera.