Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 16, 2003

Það var rosalega erfitt að fara á fætur klukkan 6 í morgun. Ég var næstum búin að reka kallinn af stað en svo áttaði ég mig á því að þetta er víst mitt starf en ekki hans. Hvernig stendur á því að ég virðist vera með þá ranghugmynd að ég eigi að þrífa heima hjá mér bara vegna þess að maðurinn er að vinna úti? Seinast þegar ég vissi þá var ég líka með vinnu utan heimilisins....
Samt fæ ég samviskubit yfir að vera ekki búin að þvo allt óhreina tauið, brjóta saman það hreina, ryksuga stofuna, skipta um á rúmunum og þrífa baðherbergið. Ég er farin að sjá að ég er full af kvenfyrirlitningu.....
Hvað er það annað?