Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 19, 2003

Rosalega væri ég stundum til í að skipta við aðra um líf. Ekki að mér finnist ekki gaman að vera ég, það er æði. Ég held bara stundum að aðrir eigi betra líf, ekki eins litlaust. Til að mynda Kiddi bróðir, hann býr í útlöndum og gerir það sem hann langar til. Og Gunna frænka er líka í útlöndum, að læra það sem hún hefur áhuga á. En ég sit hér og veit ekkert hvað ég vil gera eða á hverju ég hef áhuga. Lifi bara einn dag í einu, að sinna þessum börnum mínum og kalli. Ég er samt ekkert að kvarta, tilgangur minn er að láta öðrum líða betur. Það er langt síðan ég fattaði það. En stundum get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvað ef ég hefði valið aðra leið en þá sem ég valdi?