Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, október 07, 2003

Mér finnst að ég eigi skilið að vinna í Víkingalottóinu á morgun. Ég myndi ekki eyða því í neina vitleysu eða neitt svoleiðis. Ég mætti að vísu ekki láta neinn vita af því. Það mundu allir vilja fá eitthvern pening hjá mér.
Ég er ekki rík núna en mamma á afmæli í þessum mánuði og hún er 45 ára, hún bað mig um 45 þúsund um daginn í afmælisgjöf. Afsakaði sig svo þegar hún heyrði mig taka andköf og sagðist hafa meint 5 þúsund......Ég held að henni hafi verið fúlasta alvara með þessu. Ég held líka að hún sé leyni-japani, hún ætlast til að ég nenni að sjá um hana þegar hún verður gömul. Glætan! Það er ekkert svo langt þangað til að hún verði gömul og ég er enn að hlaða niður börnum og hef engan tíma í röflandi gamalmenni.
Allavega ef ég myndi vinna þá er ég alveg búin að ákveða hvað ég myndi kaupa. Ég myndi kaupa mér eyju í Miðjarðarhafinu (þar er heitt) og nokkra þjóna frá Asíu (þau eru duglegasta fólkið) og svo myndi ég kaupa mér flugvél (svo ég gæti farið á eyjuna þegar mér langaði til) og g-streng með tígrismynstri fyrir Jónsa og hengirúm fyrir mig. Og svo þyrfti ég verði vopnaða byssum því mamma myndi elta mig í göngugrindinni með fölsku tennurnar í glasi og Sorbitól í veskinu.