Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, október 10, 2003

Mig er farið að langa suður til höfuðborgarinnar. Það er kannski skrítið að heyra mig segja þetta, manneskjan sem flúði siðmenninguna. En ég þrái að komast á almennilegt kaffihús og skella mér í bíó. Ekki það að ég helli upp á eitthvað verra kaffi en þessi kaffihús....
Ég sé fyrir mér kósý lítið kaffihús, sætan þjón, gott kaffi og kökur og bakkelsi allskonar í massavís. Mig langar í almennilega gulrótarköku og súkkulaðiköku og horn með salati og crépes.
Mig langar að setjast niður og fá kaffið til mín, ekki þurfa að ná í það sjálf.
Það væri líka æðisleg tilbreyting að geta lesið blöðin daginn sem þau koma út ekki daginn eftir. Þá kannski myndi maður fá það á tilfinninguna að maður væri inni í málunum.
Fara í bíó og sjá myndina áður en hún er gefin út á video væri æðislega góð og kærkomin tilbreyting. Og sitja í almennilegum sal með almennilegum sætum og surround systemi. Með popp og kók í kjöltunni og gjörsamlega hverfa inn í stóra tjaldið.
Ég sé ekki tilgang í að fara á Egilsstaði til að sitja í pínulitlum sal á eldhúskolli, heyra allt í mono og vita að ég gæti bara verið heima í stofu hálfum mánuði seinna að horfa á sömu mynd.