Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 11, 2003

Í matarboðinu í gær kom upp hugmynd um að ég ætti að skrifa krassandi sögur um gesti hótelsins. Til dæmis ef það koma tvær manneskjur af sitthvoru kyni og gista heila nótt og þar sem ég er ekki á staðnum til að fylgjast með hvort þau gisti í sama herbergi eða í sama rúmi. Og hvað fer fram á meðan eskfirðingar sofa á sínu græna? Ég er náttúrulega með mínar sorahugsanir þegar við kemur fólk sem skilið er eftir eftirlitslaust og upp hófust í gærkvöldi spunasögur og skemmtisögur sem allar gengu út frá því "hvað ef?" Var þetta hin mesta skemmtun og hlógum við mikið að ímyndunaraflinu. Þegar tveir eða fleiri eru samankomnir og sleppa ímyndunaraflinu lausu spinnast upp sögur sem ekki eru prenthæfar.