Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 19, 2003

Jæja, helgin bara formlega búin og ný vika að byrja. Ég þarf að vakna kl 6 í fyrramálið og gefa vinnuköllunum að éta áður en þeir fara að vinna. Ég var búin að skipuleggja allan morgundaginn, ég dáist oft af snilli minni í því að skipuleggja, en elsta dóttirin varð lasin um kvöldmatarleytið. Ég var furðu snögg að skipta um skipulag og ákvað að vera heima að prófa þessa margumræddu þvottavél mína. Ég hef nefnilega ekki prófað hana síðan hún náði sér eftir nærbuxurnar hans Jónsa. En þar sem allt húsið er orðið hreint ( afi og amma komu í heimsókn með fyrirvara í kvöld ) hef ég ekkert að gera á morgun. Ég er pottþétt á að stelpan verði í móki fram yfir hádegi, hún er svo lasin greyið. Þannig að valið stendur í raun á milli tveggja skipulaga, annars vegar að þvo þvottinn þannig að heimilisfólkið fari að fá hrein föt eða hinsvegar að leggja mig bara og slá þessu upp í kæruleysi. Æi, ég ákveð það á morgun, þetta er svo stór ákvörðun að ég ætla að sofa á henni.