Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, október 03, 2003

Jæja, ég er loksins búin að fá einhvern til að aðstoða mig við að fá svona drasl á síðuna mína. Raggi ætlar að hjálpa mér en það tekur örugglega einhvern tíma.
Þannig að mamma og tengdó geta loksins farið að skamma mig fyrir bullið í mér. Og er ég búin að bíða eftir því jafn lengi og þær:)

Annars hef ég ekkert merkilegt að segja, ég er ennþá að drepast eftir tannlæknaheimsóknina mína í gær. Borgaði fúlgur fjár fyrir að láta meiða mig og enn meiri aur til að leysa út sýklalyf svo það kæmi ekki sýking í þetta allt saman.
En þetta ýtir bara undir betri tannhirðu barnanna. Svo það er fínt að vera lifandi forvarnir...það er svo margt sem maður passar upp á hjá þeim eftir að reka sig á sjálfur...