Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 09, 2003

Jæja, þá er þessi dagur loks að kveldi kominn. Ég er búin að bíða eftir þessu í allan dag, alveg frá því að ég vaknaði í morgun.
Þetta er búið að vera ágætur dagur, yfir heildina litið. Það meiddist enginn og kviknaði ekki í neinu.
Ég er búin að klifra marga stiga í dag. Tilfinningastigann, álagsstigann og stigann á Hótelinu svo nokkrir séu nefndir. Svona þrekraun tekur á en ég datt ekki í neinum þessara stiga. Og ég held að ég sé bara að verða syfjuð eftir allt þetta príl. Ætla að fara í bað og arka svo upp síðasta stigann og upp í rúmið okkar. Og reyna að sofa í hundrað ár, þannig að ef ég skrifa ekki á morgun bið ég bara að heilsa ykkur í bili.