Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, október 06, 2003

Góðan daginn.
Eru Glæstar vonir, á stöð 2, kennslugögn í siðfræði? Svona til að sýna hvað á ekki að gera og hvernig á ekki að gera það?
Ég eyddi næstum heilum vetri í að horfa á þennan þátt með konum hér í bæ og ég var sannfærð um að ég hefði ekkert betra að gera.
Á endanum gerði ég mér grein fyrir því að því lengur sem maður horfir því sjúkari verður maður. Núna horfi ég bara annað slagið á þessa vitleysu.
Ég er vön að leggja mig hvenær sem tækifæri gefst og morgnarnir eru sæla, ef ég þarf ekki að þrífa einhversstaðar. Nema í morgun ákvað ég að breyta aðeins til og horfa á sjónvarpið.
Hver er þessi nýja stelpa í morgunsjónvarpinu og af hverju segir hún ekkert? Er þessi dökkhærða hætt? Af hverju eru þið á Stöð 2 alltaf að skipta út fólki? Er gaurinn at arna svona leiðinlegur að allir yfirgefa hann? Af hverju er aldrei neinn stöðugleiki þegar um sjónvarp er að ræða? Hvurs eigum við, fólk sem líkar ekki breytingar, eiginlega að gjalda?
Þegar ég fékk engin svör varð ég reið út í sjálfa mig. Sjónvörp hafa ekki eyru og því er alveg sama þó ég röfli mig í hel, dagskráin breytist ekkert. Þetta var svona í fyrravetur líka, það var alveg sama hvað ég röflaði......
"Nei, Brooke, láttu manninn í friði."
"Þú ert ekkert skárri en hún; giftist inn í fjölskylduna vegna peninganna, Brooke"
"Leyfðu manninum að fara, Brooke."
"Brooke, hann er með Taylor núna, sættu þig við það."
"Æi Brooke, þú fékkst þitt tækifæri en klúðraðir því."

En þessi Brooke hélt sínu striki og braut hverja siðaregluna á fætur annarri. Og það var orðið sama í hvaða landi siðareglan var í gildi. Þannig að ég gafst upp á að tala fyrir daufum eyrum og hætti að horfa á þetta rugl. Í morgun gerði ég góða tilraun til að horfa en hún er enn að, þessi Brooke. Þetta er skaðræðiskvendi sem hefur enga siðferðiskennd.
Og ég slökkti á tækinu.