Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 16, 2003

Ég var að hlusta á útvarpið sem að væri ekkert merkilegt nema fyrir það að ég er svo afskiptasöm og hef skoðun á öllu. Þess vegna verð ég að koma þessu frá mér áður en ég spring.
Það eru allir vitlausir út í þessa Sif fyrir að hafa bannað rjúpnaveiðar og ég skil ekki af hverju. Rjúpur eru rjúpur hvort sem þær eru íslenskar eða grænlenskar, þær líta alveg eins út á disknum þegar sósan og kartöflurnar eru komnar á diskinn líka. Svo fer bragðið alveg eftir því hvort manneskjan kunni að elda eða ekki. Við getum í alvöru ekki sagt að mengunin á Grænlandi skemmi bragðið af henni. Og hún er skotin þar alveg eins og hér, með byssum. Hvað er þá málið í alvörunni? Er það ekki að afsökunin til að drepa eitthvað á undir högg að sækja fyrst rjúpuna á að friða? Jú, svei mér þá, þeir fóru að ofsækja gæsina áður en þessi Sif lauk máli sínu í pontunni á Alþingi. Ruku út í sveit að kaupa veiðileyfi fyrir hundruðir þúsunda til að skjóta virkilega bragðvont fiðurfé. Þannig að ég held að þetta sé frekar að vera með leyfi til að drepa heldur en að veiða í matinn, því gæs er ógeð og hana borðar enginn heilvita manneskja sjálfviljug.
En ef fólkið er að spá í jólamatinn þá vil ég koma því á framfæri að hreindýrakjöt er mjög bragðgott og enginn hefur bannað veiðar á þeim. En þau halda sig aðallega hér fyrir austan og þess vegna væri ekkert vitlaust fyrir menn í drápshugleiðingum að gera sér ferð og bóka gistingu hjá mér:)