Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég tók ákvörðun í dag sem ég hef ekki áður haft kjark til að taka. Þannig er mál með vexti að Kiddi litli bróðir minn er hárgreiðsludama og hefur séð um allar ákvarðanatökur í sambandi við mitt hár síðan 1997. Þar áður var ég hryllingur. Hann hefur haft tagldirnar og höldin í þessum málum, semsagt hvernig ég er klippt og hvernig litt hárið er. Hann hefur nú flúið land og er staddur í baunalandi. Því miður treysti ég ekki neinum nema honum til að brillera með hárið á mér en nenni ekki að bíða lengur eftir að hann komi heim. Ég fór í búðina og keypti mér háralit og dreif mig heim. Það tók mig rúman hálftíma að maka þessum viðbjóð í hárið á mér en árangurinn er ásættanlegur. Kiddi minn, þetta var Viva Color nr 50, permanent farg. Alla vega þá er liturinn komin en slitnu endarnir eftir...og ég treysti mér ekki alveg í það vesen. Í gamla daga endaði ég með hanakamb eða alveg nauðasköllótt útaf því að ég náði aldrei beinni línu. Rosalega sakna ég Kidda litla bróður míns á svona stundum.