Ég tók ákvörðun í dag sem ég hef ekki áður haft kjark til að taka. Þannig er mál með vexti að Kiddi litli bróðir minn er hárgreiðsludama og hefur séð um allar ákvarðanatökur í sambandi við mitt hár síðan 1997. Þar áður var ég hryllingur. Hann hefur haft tagldirnar og höldin í þessum málum, semsagt hvernig ég er klippt og hvernig litt hárið er. Hann hefur nú flúið land og er staddur í baunalandi. Því miður treysti ég ekki neinum nema honum til að brillera með hárið á mér en nenni ekki að bíða lengur eftir að hann komi heim. Ég fór í búðina og keypti mér háralit og dreif mig heim. Það tók mig rúman hálftíma að maka þessum viðbjóð í hárið á mér en árangurinn er ásættanlegur. Kiddi minn, þetta var Viva Color nr 50, permanent farg. Alla vega þá er liturinn komin en slitnu endarnir eftir...og ég treysti mér ekki alveg í það vesen. Í gamla daga endaði ég með hanakamb eða alveg nauðasköllótt útaf því að ég náði aldrei beinni línu. Rosalega sakna ég Kidda litla bróður míns á svona stundum.
Líttu á kvittanirnar
Kvittaðu fyrir komunni!
Börnin mín
Aðrir bloggarar
- Kallinn minn
- Afi beib
- Alma húsmæðrabeib
- Bedda bumbubeib
- Beggi verkfræðibeib
- Bjöggi fleimingbeib
- Deeza flökkubeib
- Halldóra viðskiptabeib
- Haddó námsmannabeib
- Ívar ruglubeib
- Jóna sjúgabeib
- Kiddi megabeib
- Kiddi mágurbeib
- Klara keppnisbeib
- Kristjana beibýbeib
- Kristjana hinbeib
- Ljúfa gæskubeib
- Raggi táningabeib
- Ragna badmintonbeib
- Tannsmiðurinn fyndnastabeib
Aðrar síður
Skrappsíður
<< Home