Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

mánudagur, október 27, 2003

Ég sef mjög fast og það þarf ýmislegt að ganga á til að vekja mig. En í nótt kom það fyrir að ég hrökk upp því ég heyrði ógnvekjandi hljóð. Það er búið að vera skrítinn vindur hérna síðan við komum heim í gær. Það er eins og hann bíði einhvers staðar og safni orku og svo þegar hann er orðinn hættulega sterkur lætur hann vaða. Og á meðan hann er í felum er alveg dúnalogn. Og í nótt sem sagt náði hann að hrista húsið nógu mikið til að það brakaði í því öllu og svo datt eitthvað þungt. Ég hrökk upp og Jónsi fór að athuga hvað hefði dottið, þar sem ég sá að herbergið okkar var á sama stað og enginn veggur hrunin lagðist ég bara niður aftur og steinsofnaði. Jónsi gat ekki sagt mér hvað datt fyrr en í morgun.