Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 16, 2003

Ég hef hann Ragga mág minn grunaðan um svindl! Það eru ekki svona margir sem skoða síðuna hans :( Ég þori að veðja að hann ýti bara á "refresh" takkann hjá sér svona 100 sinnum á dag og afgangurinn sé tengdó og ég. Svo er ég miklu duglegri að blogga en hann og þó ég segi sjálf frá er ég miklu skemmtilegri en hann. Hann er bara í skóla, hversu mikið getur verið að ske þar? Annað en ég, húsmóðirin, sem hef fullt að gera og fæ aldrei frið fyrir öllum þessum börnum sem mér tókst að hlaða niður.
Svo er það maðurinn minn sem þessa dagana kvartar mikið undan einhverri pest. Hann sagði mér að hann væri lasinn en ég hef hann líka grunaðan um svindl, ég fann nefnilega furðu efnislítinn hjúkkubúning í nærfataskúffunni.
Annars vil ég hrósa kunningjabloggara mínum, henni Beddu, fyrir allar myndirnar sem hún hleður á sína síðu. Mér finnst það með afbrigðum sniðugt og gefur miklu betri sýn á hvað hún er að ganga í gegnum dag frá degi. Hvernig fer maður annars að því að setja svona myndir inn á síðuna sína og hvar fær maður svona flottar myndir. Hún mætti samt vera duglegri að blogga því mér leiðist mjög oft....