Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

þriðjudagur, október 21, 2003

Ég fékk algjört áfall áðan. Ég var fullkomlega með það á hreinu að það væri miðvikudagur. Og ég sem á að fara með þá yngstu í einhverjar sprautur og læti inni á Heilsugæslu.

Það tók mig nokkra djúpa andardrætti og huglæga slökun til að ég áttaði mig að það er bara þriðjudagur. Úff, sem betur fer, annars væri ég núna með samviskubit dauðans, því ég er alltaf að gleyma þessum sprautum. Ég er vanhæf móðir hvað þetta varðar.

En það er ekki kominn miðvikudagur svo ég hef ennþá möguleika á að muna þessar sprautur. En vegna þess að ég mundi þetta í dag á ég örugglega eftir að gleyma þessu á morgun.