Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, október 29, 2003



Ég er að spá með þetta blessaða Hótel og mína þáttöku í því ævintýri.

Eigendur hf sögðust ætla koma núna um mánaðarmótin og byrja að laga, breyta og bæta en segjast núna ætla koma eftir hálfan mánuð. Svo er eins og einn þeirra sé ekki alveg að skilja að ég hafi áhuga á að gera þetta rétt. Ég er ekkert að skipta mér of mikið af samt. Ég var bara að benda honum á að húsið er það gamalt að við þurfum að fá leyfi hjá Húsafriðunarnefnd fyrir endurbótunum og viðgerðunum. Bara til að leyfa þeirri nefnd að halda að okkur sé ekki sama hvað þeim finnst. Því þá eru meiri líkur að við fáum samþykki og jafnvel styrk til endurbótanna og minni líkur á að þeir fari í fýlu og sekti okkur fyrir breytingarnar eftir að við erum búin að breyta. Og ef við viljum fá starfsleyfi fyrir þessu þá þarf að hafa ýmislegt í vissum skorðum. Ég hef lesið allskonar lög og reglugerðir um þetta því ég er nú eins og ég er. Ef ég á að gera eitthvað vil ég gera það rétt og eins vel og hægt er annars sleppi ég því. Og fyrst þeir voru nú búnir að biðja mig um að sjá um þetta Hótel læt ég það vera mitt mál ef þeir ætla ekki að hafa sama hátt á og ég.

Ég er ekki að tala um að þeir hlusti á mig eins og ég sé Guð heldur að þeir hlusti á mig því ég veit hvað ég er að segja. Eigendur hf vilja bæta við herbergi og glugga og einhvað meira og ég er í því að benda á lögin og reglugerðirnar. ? Ef við eigum að fá leyfi þá þarf þetta að vera svona eða hinsveginn? en það er ekki hlustað. Það er ekki heldur hlustað þegar ég byrja að tala um heilbrigðiseftirlitið, vinnumálaeftirlitið og brunavarnareftirlitið og þeirra reglur. Það eru ekkert svo mörg atriði sem þarf að laga í húsinu til að fá öll leyfi frá þeim. En ég gæti alveg eins verið að tala við vegg.

En smáatriði hjá okkur geta verið stórmál fyrir aðra!

Því er ég farin að velta því alvarlega fyrir mér hvort ég eigi að vera að taka þátt í þessu veseni yfir höfuð. Það er ekkert eins leiðinlegt og slítandi og þegar það er ekki tekið mark á því sem maður hefur fram að færa. Ég er ekki að nenna að vera einhver forvarnarfulltrúi fyrir menn sem eiga að vita hlutina sjálfir. Og ég hef fullt annað að gera en að vera að koma mér í sömu vandræðin aftur og aftur. Ég bjó með manni sem hlustaði aldrei á mig og ég fékk ógeð á því að vera að blaðra mig bláa.