Ég er að sjá að það hentar ekki mínu vaxtarlagi að vera lengi heima við. Þó ég sé í eðli mínu mjög svo heimakær persóna.
Ég hef verið heima í tvo daga með veikt barn og við erum búnar að gera allt sem hægt er að gera þegar maður er lasinn heima. Það er búið að lita á um 100 blöð og lita allaveganna eina blaðsíðu í allar litabækurnar á heimilinu. Videotækið er hætt að heilla þessa ungu snót og tölvuleikurinn er ekkert skemmtilegur lengur. Mér finnst ekkert gaman að henni leiðist svona, ég fæ á tilfinninguna að ég sé leiðinleg.
Kannski á morgun ef hún verður ennþá heima fer ég í Barbie með henni. Og nota mitt Barbiedót, mamma var svo indæl að koma með það til mín um daginn.
En ég er ekki til í að fara í annan mömmóleik fyrr en eftir 100 eilífðir....
Ég hef verið heima í tvo daga með veikt barn og við erum búnar að gera allt sem hægt er að gera þegar maður er lasinn heima. Það er búið að lita á um 100 blöð og lita allaveganna eina blaðsíðu í allar litabækurnar á heimilinu. Videotækið er hætt að heilla þessa ungu snót og tölvuleikurinn er ekkert skemmtilegur lengur. Mér finnst ekkert gaman að henni leiðist svona, ég fæ á tilfinninguna að ég sé leiðinleg.
Kannski á morgun ef hún verður ennþá heima fer ég í Barbie með henni. Og nota mitt Barbiedót, mamma var svo indæl að koma með það til mín um daginn.
En ég er ekki til í að fara í annan mömmóleik fyrr en eftir 100 eilífðir....
<< Home