Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, október 22, 2003

Ég er rosalega þakklát fyrir góða vini núna.
Ég þurfti að yfirgefa heimilið í kvöld og hótelstjórast aðeins, akkúrat þegar börnin voru að tannbursta sig og hátta. Vinkona mín var svo óheppin að þiggja matarboð og var ekki farin heim þegar ég þurfti að skjótast þetta. Þar sem húsbóndinn var að heiman, varð ég að dömpa háttatímanum á hana og rauk út með það loforð á vörunum að ég kæmi að kyssa eftir smástund.

Eftir langar og órökræddar samræður við fólk, mismunandi á sig komið andlega, var ástandið orðið þannig að ég tók sénsinn að sumir myndu kunna sér hóf yfir blánóttina. Og hélt heim á leið, gjörsamlega búin á sálinni.

Á móti mér tók rólegt og afslappað andrúmsloft og börnin biðu spök eftir að mamma kæmi að kyssa góða nótt. Ég fylltist frið yfir því hversu heilbrigða fjölskyldu og góða og trausta vini ég á í dag.

Og ég þakkaði Guði fyrir að eina geðveilan á heimilinu mínu er í gangi þegar maðurinn minn vitnar í barnalög til að hafa málfræðireglur og stafsetningu á hreinu.